http://www.makepovertyhistory.org &; From here on out, I am only interested in what is real. Real people, real feelings, that's it, that's all I'm interested in. <body scroll="auto">

föstudagur, janúar 27, 2006

"Be my, be my, be my little rock & roll queen"

Vei, nýtt útlit! Mitt útlit, með svona sætri mynd, sem er svona sæt að lit. Ég er ótrúlega ánægð með hana, og alla fegurðina sem að fótósjopp hefur fært henni. Ég gerði þessu mynd nefninlega í fótósjopp, fagra andlitið sem prýðir hana er af henni Elisu Crombez. Ég er að digga þetta.

Ég fór að Morfís í gær, Kvennó - Versló, ég er hinsvegar ekki digga þá keppni. Við töpuðum með 155 stiga mun, af um það bil 2000-2400, man ekki alveg. Einnig fór Davíð Gill heim með titillinn að vera ræðumaður kvöldsins. Titill sem Páll Kvaran hefði átt að fara heim með, að mínu mati. Æji, ég gæti fariðað segja afhverju, og hvað mér fannst Verslingar vera miklir kúkalabbar, en ég nenni því ekki, ég ætla ekki að eyði meiri orku í að vera pirruð yfir þessu. Nei takk!

Hver veit síðan hvað kvöldið ber í skauti sér ? Hömlulaust reif ? Partí í Brokey ? Vakna ég í Köben ? Það veit enginn.

&& já, takk Egill, fyrir matinn :)










[[You are the sun,
You are the only one,
You are so cool,
You are so rock & roll]]

20:56 - - & upp aftur


föstudagur, janúar 20, 2006

"It's another perfect day until the night shows."

Eftir að við fengum nýja nettengingu og að netið var fært yfir tölvu bróður míns hef ég eytt óvenju miklu tíma í photoshop að leika mér. Hvað get ég sagt ? Ég ætla að giftast photoshop. Photoshop á photoshop ofan. Ef aðeins það væri hægt, því að við erum sálufélagar. Ég er búin að vera prófa ýmsa hluti, og læri ýmislegt með því að fylgja svona "tutorials" á netinu. Ótrúlega hvað er hægt að gera.
Hérna er smá af því sem að ég er búin að vera dunda mér að:

Þið getið klikkað á myndinar til að sjá þær stærri.



klikkitt (gatiggi gert svona thumbnail)




Free Image Hosting at www.ImageShack.us








Jæja, sjázt!

[[We crash-land the first page on a crumbling world stage,
into the front rows.
All for swinging you around.
And off your feet,
all the love you found,
spinning 'round. ]]


08:22 - - & upp aftur


fimmtudagur, janúar 12, 2006

"Technicolor girls are always on the phone"

Ég er að fara til Tyrklands með næstum því öllu uppáhalds fólkinu mínu :) Eitt veit ég fyrir víst að ég er að fara með uppáhalds fjör-fýsunum mínum. Búja! Það verður stanslaust fjör, sólböð, gaman, versla, fíflast, sötra kokteila og ég veit ekki hvað. Þetta verður æði. Þó svo að ég tali ekki um dílinn okkar stelpnanna,en ég held að ég ræði ekki um hann hér. Ha. Ha haaaa.

Æji ég hlekka til stelpur!

[[Technicolor boys, transistor radios
blasting their treble tones
and the arguments are disputed after school,
in the parking lot as the teachers bend the rules.]]





10:57 - - & upp aftur


sunnudagur, janúar 08, 2006

"And I, want you. And I, need you"

Ég var bæ ðe veij búin að skrifa ótrúlega langa færslu og þegar að ég var að pöbblisja þá kom error. frigging osumm.

Kjánahrollur gærdagsins leikur enn um mig, mun eflaust gera það í langan tíma. Þegar að ég er búin að fá mér í glas eða tvö þá verð ég allt of opin. Það er ekkert endilega slæmt, en það eru ófá skiptin sem ég vakna, búin að missa allt kúl og líður ótrúlega kjánalega. Mér þykir samt hriklega vænt um svona drykkju-játningar, eins og þegar að hún Tinna bekkjarsystir mín sagði mér hvaða lög minntu hana á mig, og já, sagði mér bara hluti sem að mér þykir enn þá ótrúlega vænt um. Síðan eru þau ófá trúnóin sem að við stelpurnar höfum átt, þá deilum við öllu. Það þykir mér afar indælt og gott. Hvort sem að það er um hvað okkur þykir vænt um hvor aðra, eða hvað okkur finnst hvor aðrar vera sætar og síðan allt að hvað við erum með mikinn vindgang! Og ég elska það !

Gærdagurinn var æði! Allt var æði! maturinn var æði, stelpurnar voru æði, tónleikarnir voru æææææði! Allt æði. Við byrjuðum á því að hittast á vegmótum, þó aðeins 3/5 af okkur, eftir það hittumst við allar heima hjá Evu Rún og gerðum okkur til, fengum okkur eilítið í glas og stráðum yfir okkur glimmeri. Þó svo að margir hafi verið búnir að veðja upp á það að við myndum mæta allt of seint á tónleikana eins og okkur einum er lagið, þá vorum við mættar meira að segja aðeins áður en KK tók lagið. Mörgum til mikillar undrunar. Við vorum einsog litlar stelpur nýbúnar að fá gemsa með myndavélarnar okkar. Enda voru 2 í hópnum nýbúnar að fá nýjar stafrænar myndavélar. Við stóðum í miðju mannþröngvans og tókum myndir af hvor annar, upp undir pils og hvað eins. Flass allstaðar. Ég efa ekki að við höfum farið í taugarnar á einhverjum. En það er allt í lag, þegar að það er maður sjálfur, ekki ef þetta hefðu verið einhverja aðrar píur.

Það sem stóð uppúr að mínu mati var Björk, hilvitti ánægð með fýsu, hörpu undirspilið var æðislegt og síðan var hún með glimmer, Múm (!!!!), Mugison, Damien Rice og Hjálmar. Vitaskuld voru Sigur Rós góðir einnig, en þeir hefðu nú mátt taka 1 lag í viðbót. Ekki sátt með kallana að taka aðeins 1 lag.

Niðurstöður kvöldsins eru þá:

  1. Ég <3 aftursætishnátur.
  2. Ég verð kjáni eftir örlitla drykkju og ætti að halda mig frá tölvum.
  3. Ég kann ekki að meta dyraverði sem hleypa mér ekki, að spræna á mig, þegar að þeir eru að hleypa út píum á busaári í Kvennó. Það er ekki mér að kenna að ég lít út fyrir að vera fædd '90 eða eitthvað !
  4. Egill er ótrúlega sætur með nýju gleraugun sín.

Ég kveð!











[[When you say that you are
Forever my star
Could never let you go, no, no
And never let you know]]


23:45 - - & upp aftur


fimmtudagur, janúar 05, 2006

"Inni í skúrnum, bý til suð, í gegnum rörin sendi hljóð"

Netið heima er búið að vera afar leiðinlegt síðustu vikuna. Fyrstu dagana áttu sér stað nokkur afar einkennileg fráhvarfseinkenni, en svo varð þetta nú bara allt í lagi. Í staðin fyrir að tala við fólk á msn, þá hitti ég það. Mér fannst það mjög gaman. Msn er svo hriklega ópersónulegt. Fyrst komu símarnir, þar sem að fólk þurfti ekki að horfa á hvort annað, en það heyrði þó allavega raddbrigðin hjá viðkomandi. en svo komu sms-in og msn. Þá fuku öll persónuleg tengsl út um gluggann. Fussumsvei.

Farin í tíma. Friggin osumm.












[[Í gegnum sprungu drýpur suð
í gegnum rifu lekur hljóð
á bakvið tvær hæðir
sofna ég
og þegar ég sofna
í hlýju grasi græt ég lágt]]

11:43 - - & upp aftur