http://www.makepovertyhistory.org &; From here on out, I am only interested in what is real. Real people, real feelings, that's it, that's all I'm interested in. <body scroll="auto">

föstudagur, desember 31, 2004

"And that's the way this wheel keeps working now"

Er ekki við hæfi að blogga svona á síðasta degi árs ? Jújú.

Mikil verður gleðin í kvöld og eflaust langt fram eftir nóttu. Margir munu drekka og eflaust verður mikið um húllumhæ og kannski kvikna ástareldar einhverstaðar. Ég mun samt ekki þurfa að leita mér að dreng, því að þann yndislegasta og sætasta á ég.

Árið var ótrúlega stormasamt en þegar að líða tók á árið varð það alltaf betra og betra.

Ég kláraði mitt fyrsta ár í Kvennó og ég er enn svo ánægð að hafa valið þann skóla. Kynntist Dóru Gígju og Valdísi sem eru yndi. Við áttum nokkrar skemmtilegar tónleikaferðir sem ég gleymi eflaust aldrei, þá fékk ég líka aðeins að kynnast henni Tobbu (ég elska alla bloggböddíana mína) og við komumst að því að við eigum nokkur sameiginlega áhugamál. Ég er ótrúlega ánægð að hafa fengið að kynnast þeim. Ég talaði við sætann strák á lokaballinu sem ég fékk síðan að kynnast enn betur um sumarið. Enda var þetta besta sumar sem að ég hef nokkurn tímann upplifað. Sumarið einkenndist af vinnu minni hjá Landsvirkjun við að planta trjám, bið eftir skemmtilegum sms í vinnunni þegar að ég var alltaf lengst útí einskismannslandi þar sem ekkert samband var og einnig vinnuteitum sem vorum með eindæmum skemmtileg, villt en samt á tímabili frekar óhugnaleg. Margt nýtt fólk byrjaði hjá Landsvirkjun sem að ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast en einnig hætti fólk frá síðasta sumari sem var afar leiðinlegt(ekki fólkið sko, heldur var það leiðinlegt að þau hættu). Í sumar fékk ég líka að kynnast svo ótrúlega mörgu fólki. það leið varla dagur að ég hitti ekki Friðrik Samúel og við böðuðum okkur í sólinni, eða að ég hitti Lenu um helgar og við kíktum á ástargauka og svo í kolarportið. Eða hann Egil. :)

Eftir sumarið tók við annað ár mitt hjá Kvennó sem hefur verið alveg ótrúlega frábrugðið hinu fyrsta (og fáránlega fljótt að líða!). Ég byrjaði þetta ár með mjög opnum hug og því hugarfari að ég ætlaði ekki að vera jafn feimin og í fyrra og kynntist því alveg haug af skemmtilegu og yndislegu fólki :) (ég verð þó að segja að þar standa uppúr Kristín Lilja og Karen, sem eru með eindæmum fyndnar og sætar.) Einnig varð ég enn nánari sumu fólki frá því í fyrra og mig langar bara að segja hvað mig þykir óendanlega vænt um Eik, Evu Rún, Friðrik, Guðrúnu og Björgu. Þau eru gullmolar.

Mikið var um böll, teiti og skemmtilegheit á þessu ári. Þau voru öll mjög skemmtileg og ég er alveg ótrúlega heppin með bekkinn minn. Ég einnig alveg bestu bekkjarbræður í heimi, hvort sem að þeir eru franskir, með ljósar krullur, rauðhærðir eða litlir og með mikið hár.

Ég get ekki gert annað en sjálf tekið eftir því hvað ég hef breyst á þessu ári. Til hins betra ef ég má segja. Þá er ég að tala um hugarfar mitt og líðan. Ég get bara séð það með því að lesa blogg mín fyrir ári og með því að skoða dagbók mína. Úff gott fólk, ég er svo ánægð núna í dag og er svo þakklát fyrir allt. Ég gæti haldið áfram fram á nótt um alla yndislegu vini mína og fjölskyldu. Þið eruð best :) Við eigum öll að vera þakklát fyrir það sem við höfum meðan að við höfum alla útlimi fasta við líkama okkar, þak yfir höfuð okkar og eigum ekki við neina verulega erfiðleika að stríða.

Mikið var dansað á árinu 2004 og ég vona að það verði dansað enn meir á árinu 2005. Ég þakka öllum fyrir þetta frábæra ár og allar góðu stundirnar sem að ég hef átt með ykkur.


Liljan segir takk fyrir allt og kveður með bros á vör.


20:27 - - & upp aftur


mánudagur, desember 27, 2004

"nei, ég meina í lífinu?"

Þann 24 desember 2004 eignaðist ég nýjan besta vin. Núna þarf ég ekkert að vera svekkja mig yfir þessum vinum sem samband mitt hefur dvínað við. Ég þarf ekkert á ykkur að halda.

Nú gerum við stutt hlé á þessu bloggi svo ég get fengið stutt móðursýkiskast og hugsað um elskulega vini mína sem hafa orðið að kunningjum.

Blogg hefst aftur:

Já, hvar vorum við? Nýr vinur, hann heitir, því fallega nafni, Sony Ericsson t630! Þá get ég strokað 1 hlut af lista mínum af græjum sem stelpa þarf á gervihnattaöld.

En að jólunum. Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár, takk fyrir allt lesendur góðir á þessi bloggári sem er að líða.

Jólin mín voru afar yndisleg. Ég fékk góðan mat, fallegar gjafir frá indælu fólki og slakaaaaði á. Meðalsvefn minn síðustu daga hefur verið um 11 klukkustundir á nóttu. Nema þær nætur fyrir vinnu sem hafa verið tvær, þannig þær teljast varla með. En já, ég fékk pakka, vúh! Þar á meðal fékk ég nýja vin minn, hann Rikka, t630. Ótrúlega fallega eyrnalokka frá Agli, geisladisk og boddílósjon. Hvorki meira né minna en 4 aðra geisladiska, sléttujárn, 2 náttfatasett og einar stakar náttbuxur. Sokka fyrir lífstíð, nær föt og svonaaa. Föt, föt og meiri föt. Bað bubblu dót e-ð. Converse skó, nælu, húðhreinsi dót/sett. Held að þá sé það helsta komið. Nei bíddu, vettlinga. Já, og ilmkerti. Síðan hef ég sofið í gegnum hátíðarnar með smá vinnupásu á öðrum í jólum og einnig nokkrum pásum til að háma í mig mars-ís með heitri snikkers sósu. Mikið af honum.


Rikki minn sætasti


En ég ætla að fara að fara fara.

Blé

22:19 - - & upp aftur


þriðjudagur, desember 21, 2004

"Ég er svo spennt að ég veit varla hvað ég heiti!"

Ég lykta einsog pabbi minn. Löng saga, en mér líður afar kjánalega.

Já og Hvítir Mágar unnu jólalagakeppni Rásar 2! Það er hvorki meira né minna. Til lukku með það drengir. Ég er svo stolt að mig langar bara að dansa. Þeir fengu meðal annars í verðlaun 2 miða á Hróaskeldu, Tilvoli audio úttvarp, bensín úttekt fyrir 50.000kr, 15 geisladiska og miklu miklu meira, úff.

En ég er farin að reyna að af-pabba-lykta mig í svona 3 skiptið.

ciao!

20:18 - - & upp aftur


föstudagur, desember 17, 2004

"Ég þen raddböndin, æðaber og vel vaxinn!"

Klukkan er bara 41 mínúta yfir 1 og þetta er nú þegar búinn að vera súper-últra-góður dagur! Ég fékk einkunnirnar og eftir margra vikna kvíða og áhyggjur get ég virkilega slakað á. Ég féll svo sannarlega ekki í neinu get ég sagt ykkur gott fólk. Meira að segja með 6 í jarðfræði, ég, Lilja, stelpa sem kann ennþá ekki stafrófið og þarf að hugsa vel og lengi við hin einföldustu reikningsdæmi. Újeeee.

Eftir einkunnaafhendingu var haldið í kringluna með Eik í þeim tilgangi að finna gjöf handa Agli. Sem heppnaðist bara svona prýðisvel og þar er önnur af mínum áhyggjum fokin í buskann. Þegar að ég var í kringlunni þá fékk ég sms frá Eddu, systur hans Egils, sem færði mér þær gleðifréttir að Egill og Kári, kærasti Eddu, hefðu komist í 7 laga úrslit jólalagakeppni Rásar 2. Ekki amarlegt það, voru send um það bil 40 lög að ég held. Þið getið hlustað á lagið hér og kosið.

Síðan eru Geiri og Lena búin að trúlofa sig! Mig langaði að óska þeim yndislegu turdildúfum til hamingju með það. :) Það ætlar ekki að hætta að rigna yfir mig gleðifréttum.


Lena og Geiri :)


Aaaaah ég ætla að fara að taka til, svona til að toppa daginn og geta farið að sofa í hrienu herbergi.

jólakveðja, (loksins)
Lilja.

13:40 - - & upp aftur


fimmtudagur, desember 16, 2004

"Bla de blöh blöh, de blöh blú"

NÚ er ég búin í prófum, vúh!

Morguninn sem ég hef beðið eftir í tvær langar, langar ó svo langar vikur er liðinn. Morguninn sem ég fæ að sofa út. Það var yndislegt, fyrir utan að mér var kalt. En ég þurfti þó ekki að vakna og lúta vilja samvisku minnar og læra eða fara í próf. Í gær fór ég á jólaball og í jólaball-litlu-pakkajól-fyrirpartí heima hjá Dodda. Það var alveg marvelous! Allir fengu pakka sem voru allt frá heimatilbúnar hristur til catch a bubble (djöfullinn í sápukúlum, æm tellíng jú) svo fékk þessa fínu styttu sem var í forn egypskum stíl, þ.e.a.s. með vinstri fór fram, kreppta hnefa, í pilsi og með svona týpískt egypskt höfuðfat. (þakkið menningarsögu fyrir þetta fróðleikskorn) Svo var ball, það var dansað og mikið um faðmlög. Síðan komu Egil og Maggi og náði í mig og hjá þeim græddi ég pizzu. Blah blah ble, bla de blö blö. Blí bla blú, ble bla bla, bledablæ blæ eh blah blúd. Blú blíserin blo blo blahe.

Síðan fór ég til Egils og svaf einsog ungarbarn í 10 tíma og núna ætla ég að hætta að reyna að blogga. Þetta allt blogg dæmi hjá mér er orðið voða þreytt....

blú blú,
Lilja.

13:57 - - & upp aftur


miðvikudagur, desember 01, 2004

"oh look cried Ned. And the kingdom was his forever. The End!"

Mér finnst það svo mikil írónía hvað allt sem á að bæta líf okkar hér á jörðunni virðist á endanum aðeins skaða það, eða á að gera það. Farsímar sem dæmi eiga víst að vera krabbameinsvaldandi eins og allt annað í þessum heimi í dag. Það er verið að menga öll möguleg matvæli með einhverjum vaxtar hormónum til þess að geta ræktað eins mikið af vörunni og mögulega er hægt og ekki væri verra að hafa hana sem stærsta. Tómatarnir á McDonalds sem dæmi eru á stærð við hausinn á mér, hausinn segi ég! Það þykir mér ekki beint venjulegt. Rass. Æji ég ætla að fara yfir á aðeins léttari tóna...

Jólaprófin eru semsagt að byrja, ííííík! Íslenskan er fyrst á dagskrá hjá mér. Mig kvíður eiginlega ekkert fyrir prófunum, bara jarðfræði kannski. Íslenskan er nefninlega hilvitti skemmtileg, allavega Snorra-Edda og Völuspá. Ég hlakka aðallega bara til að prófin eru búin, að geta slakað pínu á. Ég verð jú auvitað að vinna eitthvað, en þá bíður mín allavega ekki heimvinna þegar að ég er búin að vinna.

Mér hefur annars liðið eins og þvottapoka síðustu daga. Búin að vera ridikkjulöslí veik.

Sjálfsvorkun hefst:
  • Sýking í kinnholum og þar af leiðandi er ég á pensilíni núna.
  • Verulega leiðinleg hálsbólga.
  • Stanslaus hauverkur vegna þess að hausinn minn er stútfullur af hori.
  • Ógeðslegur hósti.
  • Svimi í hvert einasta skipti sem að ég stend upp.
  • Síðan fékk ég alltaf hellu þegar að ég snýtti mér....

Sjálfsvorkun endar.

Síðan langaði mig að segja ykkur hvað Lenus mín er yndisleg og að hún er byrjuð að blogga aftur. :) Bloggið er hér.


Sætustu sætu :)


Annars vona ég bara að þið hafið það sem best og kveð að sinni,
Lilja Hrönn.

19:49 - - & upp aftur