http://www.makepovertyhistory.org &; From here on out, I am only interested in what is real. Real people, real feelings, that's it, that's all I'm interested in. <body scroll="auto">

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

"Happened on a respirator In the basements"

Eftir mikla leit hef ég enn ekki fundið Mars Volta diskinn minn. En Egill var svo vænn að lána mér sinn, þar sem að mig hefur langað að hlusta á hann í svona 6 mánuði og loks mundi ég eftir að biðja um að fá hann að láni. Hvað það er yndislegt að geta hlustað aftur á hann, hann er svo ótrúlega góður, það er ekki hægt að lýsa því með orðum.

Var í menningarsögu í dag, í byrjun hvers tíma eiga alltaf einhverjir að spila lag. Þar sem að þetta fer yfirleitt framhjá öllum sem eiga að spila þá bauðst ég til að spila eitthvað af því að ég var með disk á mér. Ég ætlaði að spila This Apparatus Must Be Unearthed (til að verða við ósk Dodda sem vildi fá lag númer 8), en einhvernvegin setti ég á Cicatriz ESP án þess að taka eftir því. Þá var ekki snúið aftur við, og lagið 13 mínútna langt. Þetta greip greinilega ekki alveg kennarann okkar góða sem hristi bara hausinn og hélt því fram að þetta væru börn Led Zeppelin sem væru nýbyrjuð að spila á hljóðfæri. Síðan hrissti hann stanslaust hausinn og spurði fólk hvort að það yrði ekki "noijað" og "upptjúnað" af því að hlusta á þetta. Síðan spilaði hún Karen Ásta lagið My Favorite Excuse með Maus.

Síðan bara svona til að minna ykkur á að jólin eru á næsta leiti, þá vil ég benda ykkur á þetta. Já gott fólk, þetta er nýjasta æðið sem heltekur mig alla.

Síðan ætla ég líka að óska waggyfisknum innilega tilhamingju með hundraðasta bloggið :)


En Lilja kveður með bros á vör.

17:08 - - & upp aftur


fimmtudagur, nóvember 18, 2004

"Margt smátt gerir eitt stórt.."

Einsog hún Toby skrifaði í síðustu færslu, ég ætla að vera pínu hermukráka og segja bara að...

...Þetta hérna þykir mér afar gott framtak hjá honum Guðjóni og ég hvet alla sem eru á sama máli til að skrifa undir.

Síðan var ég líka að muna eftir þessu hérna, frekar áhrifaríkt eitthvað. Sá þetta á síðunni hans Magga.

pís át,
Lilja Hrönn.

P.s. þá þykir mér þetta hérna ekki afar gott mál :( Ég mun sakna hennar Dóru í bloggheimnum. En vonandi er þetta bara eitthvað sem henni langaði að gera og líður vel með. Mér þykir vænt um þig Dóra mín, þú veist ekki hvað þú hefur gert mikið fyrir mig.

11:50 - - & upp aftur


föstudagur, nóvember 12, 2004

"Tunglið er ekki bara þarna fyrir ástsjúk pör til að rýna á!"

Jæja, margt hefur drifið á daga mig síðan að ég ritaði síðasta blogg. Ég var búin að hugsa þetta blogg svo vel í gegn þegar að ég var að rölta í skólann í morgun og eins og hinn týpíski bloggari segir svo oft þá bara hljóp það í burtu frá mér. Núna veit ég ekkert hvað ég á að skrifa um... Ég skal samt gera heiðarlega tilraun til að rita eitthvað, svona til að svala blogg þorsta ykkar gott fólk.

Mamma mín fór til Dublin síðasta fimmtudag og var þar í 4 nætur. Þó svo að það sé ansi ljúft að fá að vera svona foreldralaus í nokkra daga þá myndi ekki höndla það of lengi. Mig vantaði að þvo þetta og hitt og botnaði ekkert í þessari blessuðu þvottavél (já, ég kann ekki að þvo þvott). Þurfti að sofna alein í íbúðinni, brósi var samt líka heima, hann bara kom alltaf heim svo seint að ég var venjulega sofnuð. Maður er bara eitthvað svo óöruggur svona einn, að mamma sé ekki í næsta herbergi hrjótandi. Egill hlýjaði mér samt eina nótt sem var yndislegt. Hún kom samt heim á mánudaginn færandi hendi, mig mun ekki vanta sokka, sokkabuxur, nærföt og nammi í svona 13 ár. Einnig gaf hún mér Tónlyst með Maus, sem er hvað annað en yndislegur. Samansafn af yndislegum, fallegum og frábærum maus lögum. Trés bien !

Sólrún er alltaf að læra eitthvað nýtt. Það nýjasta er að hringhvolfa augunum, krossa vísifingur og baugfingur, kalla mig shrek og neita að segja Lilja.

Eplavikan er líka yfirstaðin, hún fór eiginlega bara framhjá mér. Matsalurinn okkar litli var alltaf svo hryllilega troðinn að ég komst ekki lengra en 2 metra inn í salinn. Þannig ég missti af öllu húllumhæi sem þar fór fram í hádegishléum. :( En ég fór á hæfileika keppni. Bla bla bla. Síðan var Eplaball. Bla bla blaaaaah. (æji ég þoli ekki svona upptalningu) Maturinn sem við fengum á pottinum og pönnunni var afar góður. Ég vil þakka Guggu fyrir mjög skemmtilegt fyrirpartí, þú ert sæt sæta. :) Síðan lenti ég bara í svona ótrúlega mörgum samtölum við yndislegt fólk þar sem ég fékk að heyra margt sem hlýjaði mér um hjartað. Tíhíhíííhíí. Ég á yndislega bekkjarbræður, og systur.

Sem minnir mig á það, mér finnst að allir ættu að kíkja á bloggið hennar Kristínar Lilju og Karenar Ástu. Þær eru yndislega fyndnar og frábærar.

ooooh mig langar svo að setja síðan textann af Kristalsnótt með Maus. Það er eitt það fallegasta lag sem ég hef heyrt. Þeir sem ekki hafa heyrt það verða vinsamlegast að verða sér út um það. Ég raula aftur og aftur línuna "haltu þér fastar í mig, við erum ekki enn fulkomlega samvaxin." og "ég myndi gefa þér allan heiminn væna, ef þú næðir utan um hann." Æji þetta er bara svo sætt og einlægt.

Ég held það sé kominn viku skammtur af bloggi.
Kveðja, Lilja Hrönn.





18:25 - - & upp aftur


mánudagur, nóvember 01, 2004

"if I let go of my hair my head will fall off"

Jæja, vildi bara afsaka færslu gærkvöldsins, lá eitthvað illa á mér.. eða eitthvað :) En svona til að róa ykkur öll þarna úti þá líður mér mun betur núna. Svona til að þið munuð geta sofið rólega næstu nótt. Ég vil nú ekki valda ykkur áhyggjum. Haaaa

Annars er þessi mánudagur, en samt tæknilega miðvikurdagur (út af haustfríinu), búinn að vera mjög fínn. Byrjaði daginn á menningarsögu sem er uppáhalds fagið mitt þessa dagana, um þessar mundir erum við að læra myndlistarsögu . Sem er bara mjög áhugavert og síðan er ég líka með svo skemmtilegan kennara að það skemmir ekki fyrir.

Helgin var líka bara mjög ljúf, var ekki neitt að vinna þannig að ég fékk að soooofaaaa út báða dagana. Á föstudegin var bara vídjógláp hjá Agli, horfðum á Blow. úje. Síðan héldum við í 2 FF og NA bekkjarpartí saman, leigðu saman sal og fínerí. Það var fínt, frekar fámennt en góðmennt. Skemmti mér bara mjög vel, vil líka bara þakka öllum sem að voru í þessu góða teiti kærlega fyrir kvökdið, þetta var mjög ánægjulegt. :)

Á sunnudaginn fór ég í kökuboð hjá Mæju, systur stjúpmömmu minnar. Sem var í raun bara ég að hugsa um Sólrúnu í ca 4 klst. En það er að sjálfsögðu ekkert að því, því að hún er svo sæt. Sætust. Hún slasaði sig smá á fimmtudaginn síðasta, datt á hornið á stofuborðinu. Þurfti að sauma 1 spor síðan var restin límd með einhverju vefjalími. Skinnið litla, er öll marin og blá í kringum augað og enninu eftir fallið.

Ég er búin að lenda í mörgum samræðum þessa dagana um ógeðslegt fólk í strætó. Líka um ógeðslega hluti sem ógeðslegt fólk hefur sagt að gert við mann í strætó. Þannig ég spyr kæri lesandi, hvað er það ógeðslegasta sem að komið hefur fyrir þig í strætó ?

þangað til næst,
-Lilja Hrönn.



16:22 - - & upp aftur