http://www.makepovertyhistory.org &; From here on out, I am only interested in what is real. Real people, real feelings, that's it, that's all I'm interested in. <body scroll="auto">

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

"So I need some fine wine, and you, you need to be nicer"

Fyrst langar mig að segja að ég var á fallegustu tónleikum lífs míns á sunnudaginn síðasta. Fallegt, fallegt fallegt. Takk, Gugga, fyrir að hafa veitt mér ánægjulegan félagsskap á einu skemmtilegasta kvöldi lífs míns án vafa.

Í skólanum í dag var ég að gera hina allra leiðinlegustu rannsóknarskýrslu um kenningar Piagets. Það var nú gaman. Eða ekki.

Síðan kitlaði Gugga mig, eða klukkaði eða lamdi mig. Ætla reyna að koma því hér á öldur ljósvakans fyrir próf.

Sjáið síðan stelpur, matarboðsmyndefni hér til hægri. ---->

Au revoir!













[[Well here's a good man and a pretty young girl
Trying to play together somehow,
I'm wasting my life, you're changing the world,
I get drunk and watch your head grow]]

18:34 - - & upp aftur


mánudagur, nóvember 21, 2005

"These mishaps, your bubble wrap, when, You've no idea what you're like... "

Svona hefur staðan verið hjá mér undanfarið; hálsbólga, gleði, matarboð, kvef, hósti, hæsi, verkefnaskil, svefn, stolt, vonbrigði. Og svo mikli, miklu fleira.

Ég er, einsog glögglega kemur fram hérna fyrir ofan, búin að vera veik síðustu daga. Búið að ganga svona upp og ofan. Hámarki var náð á föstudaginn þegar að ég missti röddina. Ég lét það semt ekkert hindra frá því að skemmta mér. Ó nei. Við stelpurnar skemmtum okkur konunglega hérna heima hjá mér að hinu alræmda Unufelli. VIð elduðu hið klassíska kjúlinga fajitas, sötruðu cider og gos og hlustuðum á gamla pott þétt diska og stjórnina, allt þetta við rómantískt kertaljós. Ó mæ!

Eeen einsog svo oft áður, endum við Gugga, tvær einar, ekki alls gáðar, úti á Nesi. Það var samt bara ævintýri, við sátum og áttum gott kvoletítæm svona saman, langþrátt spjall átti sér loksins stað og við brögðuðum á kokteil! Minn fyrsti kokteill. Aah.

En niðurstaða kvöldsins er að:

Gugga er ást <33
Aftursætishnátur eru ást <333

Síðan er ég búin að breyta lúkkinu á síðunni. Ég er voðalega skotin í henni Natalie Portman þessa dagana, hún er svo ótrúlega náttúrulega falleg og góð leikkona. Voða sait. Síðan er Garden State ótrúlega fyndin og sæt. Mæli með henni, líka Closer.

En ég kveð, lifið heil!













[[So let go
Mmm, jump in
Oh well whatcha waiting for?
It's alright,
'Cuz there's beauty
In the breakdown. ]]

17:47 - - & upp aftur


föstudagur, nóvember 18, 2005

"could you take my picture, 'cause I won't remember"

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey

- Fara aftur á Hróaskeldu, avec mes amies et mon petit-ami.
- Fara til Japans og helling af framandi stöðum.
- Mennta mig, ef til vill sem sálfræðingur, en maður veit aldrei.
- Fara í einhverskonar listanám á framhaldsskóla stigi.
- Vera hamingjusöm með mig.
- Búa í sætri íbúð í þingholtunum, ef til vill Fjólugötu 1. Það er samt meira risastórt einbýlishús.
- Eignast föt hönnuð af Stellu McCartney og skó eftir Manolo Blahnik.

7 hlutir sem ég get gert

- Dansað einsog enginn sé að horfa.
- Fengið samviskubit út ýmsum hlutum.
- Elskað þá sem standa mér næst.
- Eydd ótrúlega miklum tíma í sudoku þrautir.
- Tafið bílprófið, það er þússt, of hált.
- Kysst Egils eins mikið og ég vil.
- Bráðnað við sæt sæt lítil börn og dýr.

7 hlutir sem ég get ekki gert

- Sunguð vel og haldið, tón eða nótu, or vottevah.
- Farið í ríkið.
- Keyrt bíl.
- Sýnt 'ðe ríl mí' við hvern sem er.
- Setið á mér þegar einhver talar illa við mig eða mína.
- Treyst hverjum sem er.
- Hætt að hugsa um Hróaskeldu, Aftursætishnátur og allt það góða sem ég á.

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið

- "bláááuu augun þíín".
- Kímni.
- Hugulsemi.
- Samt sem áður þarf fúsinn að vera viltur.
- Einlægni.
- Einhverra hluta vegna spila allir þeir gaurar á hljóðfæri sem að ég hrífst af. (Einn heillar mig samt sérstaklega, beispleijer jú nów)
- Bök, dónt ask.

7 frægir sem heilla mig

- Söngvarinn í Egill and the gay guys.
- Bassaleikarinn í Svefnþorn.
- Söngvarinn og hljómborðsleikarinn í Hvítum Mágum.
- Kontrabassaleikarinn í lúðrasveit Seltjarnarness.
- Jón Depp.
- Brian Molko.
- Benicio DelToro.

7 orð sem ég nota mikið

- Sjúklega.
- Í alvöru.
- Þússt.
- Guðminngóður.
- Geggjó.
- Töff.
- Ókeij.

7 hlutir sem ég sé akkurat núna

- Fartölvan.
- Sjónvarpið.
- Síminn.
- Teppi.
- Lampi.
- Kerti.
- Gólfið.

7 hlutir sem fólk veit ekki um mig

- Ég hef aldrei brotið bein.
- Ég fílaði Brian Adams og Boyzone í tætlur hér í denn.
- Ég var sjúklega skotin í Páli Óskari einu sinni, núna fer ég alltaf hjá mér þegar að ég sé hann.
- Ég er með fæðingablett á bossanum mínum.
- Ég raða fötunum mínum eftir lit.
- Ég er bara voða skrýtin.
- Ég kannski pínu sérstööök...!

Það er eiginlega búið að klukka alla, en on top of my head nefni ég Villa, Aþenu, Dodda, Aglið og Edylon.












[[I don't believe in
sanctity
or hypocrisy
could everyone agree that
no one should be left alone?]]

13:58 - - & upp aftur


mánudagur, nóvember 14, 2005

"There's the moon asking to stay, Long enough for the clouds to fly me away"

Aldrei hlusta á samviskuna ykkar.

{Lilja vaknar}

Lilja: "aaaah, korter í strætó..! Aaah hvað mig langar að sofa út, bara einn tíma, bara smá svefn. Nei, ég get það ekki, svona tímar safnast svo saman. Æjh, ég dríf mig bara í fyrsta tíma."

{Lilja fer framúr og hleypur útí strætó skýli, afar stolt að vera svona dugleg að mæta í 1. tíma á mánudagsmorgni}

{Komin í tíma, situr sátt í fámennri stofu, stolt að hafa hlustað á góðu röddina á öxlinni}

Skrifstofukonan: "Er Hafdís að fara kenna ykkur ?"

Krakkar: "Jáááááw...!"

Skrifstofukonan: "Heyriði, hún er nú bara veik"

Krakkar: "FGON &%=&amp;amp;amp;amp;amp;amp; RJO TAJTOR=T%(&%) EORJERJHJ=&(Ö$Ö"

{Lilja er nú leið í hjartanu, hefði getað sofið lengur, en situr nú við tölvu og bíður eftir að næsti tími byrjar}









[[And I feel them drown my name
So easy to know and forget with this kiss
I'm not afraid to go but it goes so slow]]


08:56 - - & upp aftur


þriðjudagur, nóvember 08, 2005

"When we can say goodnight and stay together"

Nú sit ég hér, efst uppi í gömlu byggingu Kvennaskólans og bíð eftir að franska hefjist. Ég mætti svona snemma til þess að geta verið samferða honum Agli í strætó sem á að vera mættur í vinnuna kl. 9. Hópur að frönskum krökkum eru í heimsókn í skólanum og voru að labba framhjá mér, þau lyktuðu einkennilega. Ekki illa, heldur einsog þau hefðu baðað sig uppúr ilmvatni. Jæja, ég ljái þeim það ekki, mér finnst Frakkland vera voða mikið land ilmvatna og tísku end ol ðett.

Ég er voðalega þreytt. Mig langaði að sofa ótrúlega lengi og kúra.

Ég þrái voða margt núna. Ég þrái meðal annars:

BackSeatGirlz matarboð
Sem inniheldur áfengi
Og glamúr og glimmer
Almennilegan svefn
Kúri kúri kúr
Vera almennilega skipulögð
Að deyja ekki alltaf í Waffle Boy
Að vera ekki háð tölvuleik
Að taka til
Hafa tíma til að taka til

Æji, maður hefur víst ekki tíma til að gera allt. Þannig ég kveð.

Sjást.

(ætla síðan að stela hugmyndinni að hafa svona smá texta hérna undir frá Aþenu, það er bara svo kúl..!)











[[Wouldn't it be nice if we could wake up
In the morning when the day is new
And after having spent the day together
Hold each other close the whole night through]]

08:59 - - & upp aftur


föstudagur, nóvember 04, 2005

"Life isnt the amount of breaths you take, its the moments that take you're breath away. "

11:38 - - & upp aftur


miðvikudagur, nóvember 02, 2005

"Allir saman nú!"

Gleðilegan epladag Kvenskælingar...! Og þið hin líka. Fáið ykkur stórt, djúsí, glansandi epli og haldið uppá hefðina með okkur hinum. En nú narta allir kvenskælingar á epli í tíma, drekka eplacider og kvöld verða eflaust mikið um eplasnafsið í fyrirpartíum víðsvegar um bæinn. Allir klæddir einhverju rauðu og matsalurinn skreyttu pappírs eplum og búið að dimma öll ljós með rauðum pappír. Má svei mér þá segja að það sé smá eplafílíngur í gangi. Epli, epli, epli..!


okkar epli glansa samt miklu meira, svona einsog á keðju síðunni. Bæ ðe veij, er bannerinn á þeirri síðu, úr auglýsingunni sem við aftursætishnátur gerðum. nokkuð ánægð bara:)


Kveðja, Epla-Lilja.


11:41 - - & upp aftur