http://www.makepovertyhistory.org &; From here on out, I am only interested in what is real. Real people, real feelings, that's it, that's all I'm interested in. <body scroll="auto">

laugardagur, júlí 23, 2005

"I love you more than I have ever found a way to say to you"

Ég vildi að Ben Folds væri vinur minn.

Gott fólk, þið verðið að gefa einum tónlistarmanni sjéns fyrir mig og ykkur. Hann heitir Ben Folds og er einn af þeim fáu sem getur svo hrist mig tilfinningalega og fengið mig til að fella tár. Hann er bæði svo hrikalega kröftugur en samt sem áður hugljúfur og skemmtilegur og hæfileikaríkur. Mér hafði alltaf líkað mjög vel við tónlistina hans en ég komst svo einstaklega vel að þessu þegar að ég hlustaði á lag með honum í kvöld sem heitir The Luckiest. Hann sagði allt sem að ég hef viljað segja við eina ákveðna sæta manneskju. Mig langar að þið dánlódið þessu lagi, live útgáfunni. Einnig mæli ég með lögunum Time, Emaline, Brick, Army og Fred Jones pt. 2. Fyrir Liljuna ykkar. En ég ætla að einmitt að láta textann með The Luckiest fylgja hér með í endann.

Aðal ástæðan fyrir að mér líkar svona vel við Ben (má ég kalla hann Ben?) er hæfileiki hans að skrifa bestu texta sem ég hef heyrt um hversdagslega hluti. Sambönd, vinnuna, að vaxa úr grasi - nefndu það! Það kann engin að gera skitulega óáhugaverða hluti jafn áhugaverða og Ben. Mér finnst líka öll hugmyndin á bakvið það að skrifa um hversdagslega hluti sem hversdagslegt fólk gengur í gegnum ... á hverjum degi .. er frábær. Eða æj ég veit ekki, ég er allavega algerlega heilluð af þessum manni, og fyrir það þakka ég Agli. <33

I don't get many things right the first time
In fact, I am told that a lot
Now I know all the wrong turns, the stumbles and falls
Brought me here

And where was I before the day
That I first saw your lovely face?
Now I see it everyday
And I know

That I am
I am, I am
The luckiest

What if I'd been born fifty years before you
In a house on the street where you live?
Maybe I'd be outside as you passed on your bike
Would I know?

And in a wide sea of eyes
I see one pair that I recognize
And I know

That I am
I am, I am
The luckiest

I love you more than I have ever found a way to say to you

Next door there's an old man who lived to his nineties
And one day passed away in his sleep
His wife, she stayed for a couple of days
And passed away

I'm sorry, I know that's a
strange way to tell you that I know
we belong
That I know
That I am
I am, I am
The luckiest

That I know
That I am
I am, I am
The luckiest



Benni Foldsen

23:54 - - & upp aftur


þriðjudagur, júlí 19, 2005

"I got to fold cause these hands are too shaky to hold"

Hér kemur smá mynda blogg með myndu bæði fyrir og á Hróa.


Erum við að tala um að vera sæt eða ?


Meira af sætu að leika.


Jón að perrast í Sif.


Nýkomin á svæðið, að fá okkur að spísa.


Að taka sólbaðið vel á því, að reyna bronz tanna okkur.


Helling af fólki á Odeon og pínu Athlete.


Sjáiðiggi Snoop vel ?


Jimmy Eat World eru þarna, í alvöru.


Futureheads að flippin' fríka.


Þetta var án gríns besta myndin sem að ég náði af Interpol. Þeir eru ekki mikið fyrir upplýst svið kallarnir, allar hinar myndirnar sem ég tók urðu bara svartar.


Ah hóteeeel..


Og þar með kveð ég í kvöld krakkar.

gónótt, Lilja.

01:00 - - & upp aftur


mánudagur, júlí 18, 2005

"ef ég væri orðin lítil flugaaaaa"

..þá myndi ég sko pottó láta mig í friði í vinnunni. En þarna, sama hvað er að hrjá mig þessa dagana, þá langar mig að segja að þó svo að það sé bara heitt í svona 2-3 vikur yfir sumarið hérna og Íslandi og allt fáránlega dýrt. Þá elska jég að búa hjér.

Síðan langar mig að þakka þeim Evu Rún og Björgu fyrir skemmtilegt partí á föstudaginn, Eyrúnu fyrir skemmtilegt vinnupartí á fimmtudaginn og henni Karenu Ástu fyrir úper súper dúper skemmtilegt ofur-partí á laugardaginn (Sem ég meikaði bæ ðe veij lengst, alveg til 3, ég er öflug). Þið eruð hugaðar hnátur.

Kv. Lils


Maður finnur sko svei mér þá ekki svona skítalið á Íslandi.. oneeei.

22:54 - - & upp aftur


laugardagur, júlí 09, 2005

"I was picked up and then dropped off in a culture counter-clockwise turned around"

Fólk hefur verið að biðja um ferðasögu, ég ætla þá að reyna drífa í því að koma því niður sem stóð uppúr. :)

Ferðin okkar byrjaði á því að við vöknum öll kl. hálf 4 á Tómasarhaganum og Valrós tengdó-momí (hahahohaaa.. ég virka svo gömul) skutlaði okkur á BSÍ. Á Leifstöð keypti ég mér meðal annars (fyrir stelpurnar svona til að lesa skiljiði?) 1 stykki juicy tubes gloss frá lancome og svo svona stór sólgleraugu sem að ég kýs að kalla of-kúl-fyrir-ykkut-kvikmyndastjörnu-sólgleraugu. Flugið út var fínt og rólegt og við lentum heil að höldnu. Síðan kom það erfiða, labbið með risastóru bakpokana og fleira til. Boij ó boij, Roskilde er stór.

Við enduðum á frekar góðu svæði, J-svæði fyrir þá sem þekkja til þarna. Allt morandi í annað hvort bandbrjáluðum svíum eða mjög rólegum svíum. Ágæt blanda. Það var hægt að finna allt þarna á svæði, allskonar mat frá kassalöguðum hamborgurum til kanilsnúða og kakómjólkir sem voru á stærð við hausinn minn. Þarna var líka internet kaffi og sölubásar útum aaaahahallt, með allskonar vörum, fötum, glingri og geisladiskum. Ég keypti mér meðal annars á Hróaskeldu svæðinu sjálfu, punk royal buxur á 1000 kr., tvo geisladiska (static prevails með Jimmy eat world og elevator með Hot hot heat), sætan sætan bláan sumarkjól, heklaðann bikiní topp og svo eitthvað fleira sem að ég man ekki.

Þegar að við vorum þarna kíktum við líka tvisvar í Roskilde bæinn sjálfan sem er alveg hrikalega sætur. Fengum okkur almennilega mat og svona. Kíktum í súpermarkað og keyptum okkur nasl og þannig fyrir kvöldið. Kvickly er búðin, án efa.

Hljómsveitirnar sem mér fannst gaman að sjá voru meðal annars: Jimmy eat world (hljómsveit sem ég hef haldið hvað mest upp á), Interpol (já ég bað að heilsa Katrín, hoho), Athlete, Bloc Party, Junior Senior (talandi um að geta dansað rassin sinn af Eva Rún!), Mugison, Brian Wilson og Audioslave. Því miður var ég eitthvað ótrúlega viðkvæm fyrir matnum þarna og var því eiginlega veik síðustu 2-3 dagana, hélt ekki almennilega út því að ég var með -40% orku í mér, missti því af Mew og Duran Duran.

Við byrjuðum sunnudaginn á því að pakka öllu saman og geyma það þarna á svæðin, horfum á allar þær hljómsveitir sem voru á þeim degi og brunuðum svo í lest á Hovedbanegården. Fundum hótelið okkar og fórum í góða góða góóóóða sturtu og sváfum eflaust öll vel með sæng og lak og kodda og fínerí, ég gerði það allavega. Enduðum ferð okkar á því að eyða síðasta deginum á Strikinu, í smá tímaþröngv þannig við vorum eiginlega hlaupandi á milli búða til að reyna ná inn eins miklu af drasli og við (ég og Edda) mögulega gátum.

Síðan flugum við heim í ótrúlega miklu jussuflugi sem var mikil ókyrrð í. Lentum sem betur fer heil að höldnu.

Er þetta ekki komið gott ?

jaaaú..

kv. LiljaHrönn

P.S. myndir koma einhverntíman um mánudaginn. :)

18:20 - - & upp aftur